Eldgosin trufluðu varp spóans

Spói situr á staur
Spói situr á staur Ómar Óskarsson

Áætlað er að um 40% allra spóa í heiminum komi til Íslands til að verpa. Varpstofninn er talinn vera um 250.000 pör og sé miðað við að hvert par komi að meðaltali upp einum unga á sumri þá fara héðan 750.000 spóar til vetursetu í Vestur-Afríku.

„Ísland er almennt mikil vaðfuglaparadís,“ segir Borgný Katrínardóttir líffræðingur, sem starfar við fuglarannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún rannsakaði ásamt fleirum áhrif eldgosa á spóavarp og viðkomu spóans. Ritrýnd grein um rannsóknina birtist í júlí í sumar. Eins birtist blogg um spóarannsóknina á vef Breska fuglafræðingafélagsins nú í september.

Eldgos olli uppnámi

Borgný hóf spóarannsókn sína árið 2009 á Suðurlandi. Vorið eftir gaus Eyjafjallajökull og spjó ösku og eimyrju yfir rannsóknarsvæðið að hluta. Svo fylgdi Grímsvatnagosið 2011 í kjölfarið.

„Gosið í Eyjafjallajökli setti rannsóknina í uppnám, þar sem aðalsvæðin mín voru staðsett mjög nálægt eldfjallinu,“ sagði Borgný. Raunin varð samt sú að áhugaverðar niðurstöður fengust um áhrif eldgosaöskunnar á viðkomu spóans. Borgný sagði að líklega hefði askan valdið því að tímabundið hrun hefði orðið í ýmsum skordýrastofnum sem spóaungarnir reiddu sig á og þeir drepist af þeim sökum.

Spóaungarnir verða sjálfir að finna sér fæðu frá því þeir koma úr eggjunum. Foreldrarnir vísa þeim ef til vill á svæði þar sem eitthvað ætt er að finna, gæta þeirra og hlýja þeim á meðan þeir eru litlir. Borgný sagði veiðieðli spóaunganna vera mjög sterkt. „Ég var að mæla nýklakinn unga inni í bíl og setti hann upp við bílrúðuna þar sem voru flugur á vappi. Hann fór strax að pikka í þær. Það var greinilega innbyggt í hann að byrja strax að kroppa í það sem hreyfist, enda fara ungarnir úr hreiðrinu mjög fljótlega eftir klak og þurfa þá að leita sér að fæðu,“ sagði Borgný.

Sumurin 2010 og 2011, þegar gaus í Eyjafjallajökli og sumarið eftir, gekk spóunum betur að koma upp ungum eftir því sem þeir urpu fjær eldfjallinu. Borgný sagði að svo virtist sem spóunum gengi verr við varpið sumarið 2011 en 2010. Seinna vorið var kalt og mörg paranna reyndu þá ekki einu sinni að verpa. Ástandið lagaðist hins vegar fljótlega eftir þessi tvö sumur. Nýleg grein hefur líka sýnt fram á að mest er af vaðfuglum á áhrifasvæðum eldfjallanna en næringarefni í öskunni virka sem áburður og hafa áhrif upp alla fæðukeðjuna. Langtímaáhrifin eru því jákvæð þótt skammtímaáhrifin geti verið slæm.

Kindur og hross rændu eggjum

Rannsóknin leiddi í ljós að talsvert mikið afrán var á spóaeggjum. Þar komu þekktir eggjaræningjar við sögu, eins og kjóar og tófur. Það vakti meiri undrun þegar grasbítar á borð við sauðfé og hesta sáust éta egg. Á tveimur aðalathugunarsvæðunum, sumurin 2009 og 2010, var 126 af 197 eggjum rænt. Notaðar voru sjálfvirkar myndavélar til að fylgjast með nokkrum hreiðrum og náðust myndir af 13 afránsatburðum (þegar einu eða fleiri eggjum var rænt). Sökudólgarnir voru af ýmsum tegundum en í sjö tilfellum voru kindur að verki og tvisvar sinnum hross.

Borgný bendir á að spóinn sé langlífur. Hvert par þarf því ekki að koma upp ungum á hverju ári til að stofninn haldist stöðugur.

Spóaungarnir fara héðan að hausti til Vestur-Afríku og koma ekki aftur fyrr en tveggja ára í fyrsta lagi. Þá eru fuglarnir orðnir kynþroska og geta hafið varp. Elsti spói sem vitað er um náðist 24 árum eftir að hann hafði verið merktur. Sá var enn verpandi og var því orðinn að minnsta kosti 26 ára.

Losa sig við ónýta karla

Spóar halda sig yfirleitt við sama maka. Borgný segir þó að hugsanlega séu meiri líkur á skilnaði ef varp parsins gengur illa. „Ég fylgdist með karlfugli sem aldrei gekk neitt hjá og sá var alltaf kominn með nýja kerlingu á hverju vori. Honum virtist ekki haldast á þeim,“ sagði Borgný.

Pörin, og þá sérstaklega karlfuglarnir, halda almennt mikla tryggð við óðul sín og mæta á þau ár eftir ár. Borgný sagði að yfirleitt væri hægt að ganga að fuglunum vísum á svipuðum slóðum svo aðeins skeikaði fáeinum tugum metra á staðsetningu hreiðranna ár frá ári.

Eldgos í Eyjafjallajökli
Eldgos í Eyjafjallajökli Ragnar Axelsson
Spói við Mývatn
Spói við Mývatn Ómar Óskarsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »