Vakna snemma frekar en að vaka

Himinninn skartar fögru sjónarspili bæði kvölds og morgna.
Himinninn skartar fögru sjónarspili bæði kvölds og morgna. Ljósmynd/Stjörnufræðivefurinn/Óskar Elías Sigurðsson

„Loftsteinadrífan hefur verið í gangi síðustu tvær nætur og verður aftur í nótt. Hún er í hámarki núna,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins.

Að undanförnu hefur loftsteinadrífa, sem kallast Óríonítar, svifið yfir himingeiminn. Drífan er árleg og hægt að sjá í kringum 20 loftsteina á klukkustund, sé heiður himinn. Sævar segir í Morgunblaðinu í dag, að gott sé að miða á Fjósakerlingarnar þrjár sem flestir þekkja á himnum.

„Það er best að sjá þetta á morgnana þó að drífan sjáist alveg á kvöldin. Það er betra að vakna snemma en vaka lengi og horfa þá í áttina að Óríon, sem flestir þekkja sem Fjósakerlingarnar þrjár. Það getur verið þolinmæðisverk að fylgjast með stjörnum en núna tekur um hálftíma til klukkutíma að fylgjast með.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert