Hlutu Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar

Frá verðlaunaafhendingunni í Könnunarsögusafninu á Húsavík
Frá verðlaunaafhendingunni í Könnunarsögusafninu á Húsavík mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar voru veitt í fyrsta sinn á Húsavík í dag en þau eru veitt í þremur flokkum. Tinglfarinn Harrison Schmitt hlaut aðalverðlaunin fyrir rannsóknarvinnu sína á tunglinu árið 1972 og veitti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verðlaunin í sumar.

Ástralska siglingakonan Jessica Watson hlaut verðlaunin í flokki ungra landkönnuða undir 35 ára aldri fyrir 210 daga siglingu sína umhverfis hnöttinn á suðurhveli árið 2010, en hún lauk hringferð sinni þrem dögum fyrir 17 ára afmæli sitt. Er hún yngst til að hafa siglt umhverfis jörðina án þess að stöðva og án aðstoðar.

Dr. Huw Lewis-Jones frá Bretlandi hlaut verðlaunin í flokki sagnfræðinga, en hann hefur skrifað fjölda bóka um könnunarleiðnagra og hefur í vinnu sinni lagt sérstaka áherslu á leiðangra um heimskautasvæðin. Mun hann leiða dómnefnd næstu verðlauna sem veitt verða haustið 2016.

Aðrir meðlimir dómnefndar næsta árs voru jafnframt kynntir og eru það þau Air Trausti Guðmundsson, Francesco Perini, Giuditta Gubbi og Vilborg Arna Gissurardóttir. Verða verðlaun næsta árs afhent í loks þriggja daga hátíðar sem fram fer á Húsavík á næsta ári.

Dr. Huw Lewis-Jones.
Dr. Huw Lewis-Jones. mbl.is
Jessica Watson
Jessica Watson mbl.is
mbl.is