Tugmilljóna skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Hjörtur

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem stjórnarmaður og daglegur stjórnandi hjá byggingarfélagi. Í ákæru kemur fram að hann hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsgreiðslum upp á 41,5 milljónir á tímabilinu 2011 til 2012. Félagið sem maðurinn stjórnaði var úrskurðað gjaldþrota í apríl árið 2013.

Vanskil fyrirtækisins hófust í september árið 2011 og var þá um að ræða um 300 þúsund krónur en næstu sex virðisaukaskattstímabil þar á eftir var vangoldinn virðisaukaskattur á bilinu 3,8 milljónir til 12,7 milljónir.

Í ákærunni er þess krafist að sá ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is