Smokkaleikur sá vinsælasti

Um er að ræða vitundarvakningarátak í formi keppni. Vegleg verðlaun …
Um er að ræða vitundarvakningarátak í formi keppni. Vegleg verðlaun eru í boði.

Mest sótta smáforrit landsins um þessar mundir er smokkaleikur landlæknisembættisins, Durex og Lyfju. Um er að ræða vitundarvakningarátak um mikilvægi smokksins í formi keppni, en leikurinn er ókeypis og mögulegt að nota hann til að senda fyrirspurnir til sérfræðinga um smokka og kynsjúkdóma.

Í leiknum bregður þjóðþekktum einstaklingum fyrir í gervi sáðfruma og má þar nefna Pál Óskar, Eirík Fjalar, Sveppa, Elsu Lund, Audda og Helgu Braga. Upplýsingar um leikinn er að finna á vefsíðunni smokkaleikurinn.is.
mbl.is