Fólk komi sér á áfangastað fyrir kl. 8

Lögregla brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni á …
Lögregla brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni á illa útbúnum bílum og hætta þannig á að valda töfum í umferðinni. Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að vera komið á áfangastað fyrir kl. 8 ef það ætlar af stað á annað borð núna í morgunsárið. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu mun veðrið skella á milli kl. 8-9 og ná hámarki um hádegi með mikilli snjókomu.

„Við ítrekum að þeir sem ekki hafa útbúið ökutæki sín til vetraraksturs fari ekki af stað og tefji þannig umferð vegna vanbúnaðar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert