Slysin geta gerst í sleðabrekkunum

Myndin er úr safni, en tekið skal fram að þessi …
Myndin er úr safni, en tekið skal fram að þessi sleðaferð endaði vel. mbl.is/Styrmir Kári

Herdís Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna segist sjálf hafa verið áhættufíkill sem barn og mikill glanni þegar hún lék sér í snjónum. Þegar hún renndi sér á sleðanum á Arnarhóli endaði ferðin oftar en ekki úti á miðri götu innan um bila á fleygiferð.

Börn hafa yfirleitt ekki þroskann til að meta rétt aðstæður í snjónum og geta farið sér að voða í hita leiksins. Hún segir yndislegt að börn leiki sér úti í fönninni en fullorðna fólkið eiga að ræða við þau um hætturnar, skoða hvar börnin eru að leika sér og koma auga á slysagildrurnar.

Hjálmarnir eru ekki bara fyrir skíða- og snjóbrettafólkið heldur ætti líka að setja hjálm við hæfi á kollinn þegar rennt er á snjósleðanum eða farið á skauta. Frosnar tjarnir geta líka verið mjög varasamar og þarf að fræða börnin um hvað getur gerst ef farið er óvarlega

„Innan bæjarmarkanna er ekki ósennilegt að þó ísinn sé þykkur á einum stað þá renni heitt vatn á öðrum stað undir ísnum og geri hann þunnan og brothættan. Verður að vara börnin við því hvað ísinn getur verið varasamur og líka rétt að kenna þeim að ef einhver fellur niður um ísinn getur björgun verið mjög háskasöm og auðvelt fyrir þann sem bjargar að hafna líka ofan í vökinni. Fyrsta sem ætti að gera er að hringja í 112 og fá aðstoð.“

Rætt er við Herdísi um öruggan leik í snjónum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert