Skekkt mynd af leigumarkaði

Leigjendum fjölgaði mikið í kjölfar hrunsins ásamt því sem íbúðaskortur ...
Leigjendum fjölgaði mikið í kjölfar hrunsins ásamt því sem íbúðaskortur og hátt verð virðast einkenna stöðuna, að því er segir í skýrslu hagdeildar ASÍ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikill munur er á verði leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu sem kemur fram í auglýsingum og því sem kemur fram á þinglýstum leigusamningum, samkvæmt könnun hagdeildar ASÍ. Í sumum tilfellum var auglýst verð hátt í þriðjungi hærra. Í skýrslu ASÍ segir að skökk mynd af stöðu á leigumarkaði hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Hagdeildin bendir á í skýrslu sinni að opinberar tölur og þinglýstir samningar gefi ekki endilega raunhæfa mynd af leigumarkaðnum. Þegar vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa síðastliðins árs séu bornar saman komi í ljós að leiguverðsvísitalan hafi hækkað minnst. Því virðist staðan á markaðinum alls ekki slæm þegar aðeins sé litið til verðs.

Vísitalan byggir hins vegar á verði samkvæmt þinglýstum leigusamningum. Þegar hagdeildin fór yfir allar auglýsingar um leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós mun hærra verð en þinglýstu samningarnir gefa til kynna. Í öllum tilfellum var um 20-30% hærra verð að ræða.

„Þetta gerir það að verkum að við fáum alla jafna skekkta mynd af stöðu mála á leigumarkaðnum sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Erfitt er fyrir bæði einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið er jafn óljóst og raun ber vitni og upplýsingaöflun erfið,“ segir í skýrslunni.

Verulega íþyngjandi fyrir námsmenn

Einnig kom í ljós við könnun ASÍ að hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í leigu sé mun hærra en æskilegt þykir. Alls eyðir fólk á almennum leigumarkaði á bilinu 30-70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigugreiðslur. Æskilegt þyki hins vegar að þetta hlutfall sé ekki yfir 20-25%.

Hlutskipti námsmanna á leigumarkaði var skoðað sérstaklega. ASÍ telur hag þeirra sem komast inn á stúdentagarða ágætan. Þar verji námsmenn um 20-30% af ráðstöfunartekjum í leigu. Þeir sem þurfi að vera á almennum markaði, sem ætla megi að stór hópur neyðist til að gera, þurfi hins vegar að verja 40-60% af ráðstöfunartekjum í leigu. Það geti ekki talist annað en verulega íþyngjandi.

Hærri húsaleigubætur gætu hækkað leiguverð

Niðurstaða skýrslunnar er meðal annars að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðnum og sér í lagi leigumarkaðnum þessa stundina. Eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum sé mikil. Framboðið hins vegar af skornum skammti og það stjórnist af ýmsum þáttum. Til að mynda sjá margir leigusalar frekar hag sinn í því að bjóða íbúð sína til skamms tíma ferðamönnum í stað þess að bjóða á almennum leigumarkaði. Þetta verði til þess að framboð skerðist til almennings og leiguverð hækkar.

Einnig hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. Raddir heyrist um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár.

„Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslunni.

Mögulegar úrbætur sem ríkisstjórnin hafi boðað verða vonandi til þess að ástandið batni, að mati ASÍ. Hækka eigi húsaleigubætur en það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiði til þess að svigrúm myndist til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu. Eftirfylgni af leigumarkaðinum og þróun leiguverðs þurfi því að vera mikil og mun áreiðanlegri en hún er nú ásamt því sem fjölga þurfi búsetuúrræðum.

Frétt um skýrsluna á vef ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoð við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...