Miklabraut í stokk?

Umferð á Miklubraut getur verið þung.
Umferð á Miklubraut getur verið þung. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hefja undirbúning að því að setja Miklubraut í stokk var vísað til borgarráðs eftir miklar umræður í borgarstjórn í gær.

Miklabrautin sker Hlíðarnar í sundur. Hugmyndin um að setja Miklubraut í stokk frá Kringlunni að Snorrabraut er ekki ný af nálinni, eins og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á.

Þverpólitísk samstaða var um málið þegar það var í vinnslu árið 2008. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta umferðarflæði, draga úr mengun og bæta aðstæður íbúa í nágrenninu. Mun það auka lífsgæði íbúa í Hlíðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert