Ferðamenn flykkjast til landsins

Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár.
Norðurljósaferðir eru afar vinsælar meðal ferðamanna í ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það má segja að á undanförnum árum hafi Ísland yfir hátíðirn­ar orðið ný markaðsvara fyr­ir er­lenda ferðamenn,“ seg­ir Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Um ell­efu þúsund er­lend­ir ferðamenn dvelja á Íslandi yfir hátíðirn­ar í ár og má gera ráð fyrir um 70% þeirra munu dvelja á suðvest­ur­horn­inu.

Hann seg­ir ferðamenn­ina fyrst og fremst koma til að skoða og upplifa ís­lenska nátt­úru. „Í ár hefur veðrið verið með ágætum og landið okkar skartað sínu fegursta. Þá má geta þess að höfuðborgin okkar Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu sem er hvít í ár og það er ákveðinn bónus fyrir gestina okkar,“ segir Skapti Örn og bætir við að þúsund­ir er­lendra ferðamanna fari í hefðbundn­ar dags­ferðir á degi hverj­um og í ár hafa norður­ljósa­ferðirn­ar einnig verið vin­sæl­ar. 

Skapti Örn seg­ir opn­un­ar­tíma versl­ana og þjón­ustuaðila yfir jól og ára­mót hafa breyst mikið und­an­far­in ár. „Ísland fyr­ir tíu árum og Ísland í dag er tvennt ólíkt, nú eru sí­fellt fleiri staðir opn­ir yfir hátíðirn­ar. Ef Ísland ætl­ar að vera áfangastaður yfir þenn­an tíma þá fylg­ir því að vera með opið yfir hátíðirn­ar.“

Sam­kvæmt spá Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar er gert ráð fyr­ir að um 1,3 millj­ón­ir er­lendra ferðamanna muni hafa lagt komu sína til Ísland þegar árið 2015 verður gert upp. Skapti Örn seg­ir að um og yfir 20% vöxt­ur hafi orðið í ferðaþjón­ust­unni á ári hverju und­an­far­in ár. „Það sem við vilj­um sjá er auk­in dreif­ing ferðamanna yfir allt landið, ekki bara á sumr­in held­ur einnig yfir vetrartímann og ekki síst yfir jól og ára­mót.“

Fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum 

Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í sama streng og Skapti Örn og segir að töluverð aukning hafi orðið af ferðmönnum síðustu ár. „Það er ekki langt síðan við lokuðum hótelum yfir jólin, það hefur breyst mikið núna.“ Hann segir að í ár sé aðeins eitt af hótelum Íslandshótela lokað yfir hátíðirnar en áður fyrr hafi þau verið allt að þrjú.

Íslandshótel reka fimmtán hótel á Íslandi, Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, Hótel Reykjadalur auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.

Hann segir öll hótelin fullbókuð yfir áramótin en það hafi þau einnig verið í fyrra. „Munurinn er þó sá að nú erum við búið að fjölga hótelum þannig að það eru fleiri herbergi sem búið er að fylla.“ Hann segir erlenda ferðamenn flykkjast til landsins til að fylgjast með sprengjuglöðum Íslendingum halda áramótin hátíðleg auk þess sem áramótabrennur séu vinsælar.

Davíð segir að þó svo að verið sé að opna mörg ný hótel í miðbænum virðist það ekki hafa áhrif né koma niður á nýtingu annarra hótela.

Gintare Siniauskaite, starfsmaður CenterHotels, segir sömu söguna og þeir Skapti Örn og Davíð. Hún segir öll hótel CenterHotels fullbókuð yfir hátíðirnar eins og áður. Munurinn sé aftur á móti sá að nú séu fleiri hótel í notkun en áður. „Það er brjálað að gera og öll keðjan fullbókuð.“

Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Samtaka ferðaþjón­ust­unn­ar.
mbl.is

Innlent »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

15:00 Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...