Nær hámarki á milli átta og tíu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Eggert

Veðrið verður í hámarki nú milli kl átta og tíu, en fer síðan að draga úr veðurhæðinni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

„ Ég býst við því að það bæti í núna næstu tvo tímana og verði í hámarki á milli átta og tíu. Þá fer lægðin norður fyrir land og vindurinn snýst því alls staðar í suðvestanátt. Þá verður vindur 18 til 28 metrar á sekúndu um hádegisbilið, hvassast fyrir austan,“ segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni.

Veðurvefur mbl.is

„Aðalstrengurinn er ekki kominn og við búumst við að hann komi inn á landið á milli sjö og átta.“

Vetrarlegt á gamlárskvöld

Þá segir hún að síðdegis verði hvassast á annesjum norðan til á meðan lægja fari sunnan til. Lægðin eigi svo að fara af landinu í kvöld.

Sunnan og suðaustan átt verður í nótt og á morgun, um 8-15 metrar á sekúndu. Þá verður snjókoma með köflum eða él, en úrkomulítið norðanlands. Það verður því frekar vetrarlegt á gamlárskvöld, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Éljagangur verði þannig í flestum landshlutum, síst þó norðanlands, og hiti um frostmark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert