„Eins og hleypt sé af fallbyssuskotum“

Frá veginum við Fáskrúðsfjörð.
Frá veginum við Fáskrúðsfjörð. Ljósmynd/Eiður Ragnarsson

„Það er snælduvitlaust veður og það er ekki að lagast. Það bætir í raun í og hér koma hviður eins hleypt sé af fallbyssuskotum,“ segir Ólafur Atli Sigurðsson formaður björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðsfirði í samtali við mbl.is.

Veðurvefur mbl.is

Há sjáv­ar­staða er á Fá­skrúðsfirði og vakta björg­un­ar­sveit­ar­menn höfn­ina. Þá hafa fiskkör og trampólín fokið í bænum. Tjón hefur orðið á gatnakerfi bæjarins og á hafnargarðinum að sögn Ólafs. 

„Grjót var að þeytast úr hafnargarðinum en annars höfum við sloppið án stóráfalla. Þetta hafa mestmegnis verið minniháttar atvik sem við höfum þurft að sinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert