Áform um að reisa vindmyllur í Landeyjum

Vindorkuver
Vindorkuver

Eigendur jarðanna Guðnastaða og Butru í Austur-Landeyjum hafa í samvinnu við Arctic Hydro sótt um leyfi til Rangárþings eystra vegna áforma um að reisa vindorkuver.

Óskað var eftir leyfi til uppsetningar allt að 60 metra hás tilraunamasturs í landi Butru til mælinga á vindi. Einnig óskuðu eigendur Guðnastaða eftir því að hluti úr landi jarðarinnar yrði skilgreindur sem iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu með vindmyllum.

Afgreiðslu erindanna var frestað, að því er fram kemur í fundargerð skipulagsnefndar Rangárþings eystra. Nefndin bókaði að Samorka og Samband íslenskra sveitarfélaga væru að vinna að framtíðarstefnu á landsvísu hvað varðaði nýtingu vindorku í landinu og eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðu úr þeirri vinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »