Stuðningur við flugvöllinn minnkar

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/RAX

Tæp 59% þátttakenda í könnun Maskínu segjast fremur eða mjög hlynntir því að framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar verði í Vatnsmýri. Stuðningurinn hefur minnkað umtalsvert frá því í síðustu könnun en þá voru 72% þessarar skoðunar.

Þrátt fyrir þetta hefur þeim sem eru andvígir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri aðeins fjölgað um fimm prósentustig frá því að Maskína kannaði viðhorf til þess í september árið 2013. Þá voru þeir 17% en mælast nú 22%.

Aðalmunurinn á könnunum er sá að í þeirri fyrri voru 60% mjög hlynnt framtíðarstaðsetningu í Vatnsmýri en nú eru 44% þess sinnis.

Eins og áður eru íbúar landsbyggðarinnar hlynntari núverandi staðsetningu flugvallarins en höfuðborgarbúar. Þannig eru 71,% þátttakenda í könnuninni sem búa á landsbyggðinni fylgjandi núverandi framtíðarstaðsetningu en aðeins 9,7% andsnúin. Í Reykjavík er innan við helmingur hlynntur staðsetningunni eða 47,1% en 36,5% eru á móti. Íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntar staðsetningunni í Vatnsmýrinni. Alls eru 56,6% þeirra hlynnt en 19,6% andvíg.

Kjósendur ríkisstjórnarflokkanna eru mun hlynntari núverandi staðsetningu en stjórnarandstöðuflokkanna. Á meðal Vinstri grænna og Pírata eru hins vegar hærra hlutfall hlynntir en andvígir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert