Kastaði glösum og slóst við dyraverði

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á fjórða tímanum í nótt vegna karlmanns sem dyraverðir voru með í tökum á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn hafði verið að  henda glösum innandyra og síðan farið að slást við dyraverði.

Lögreglan handtók manninn og færði hann á lögreglustöð. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um sofandi mann á bekk í miðbænum. Þar sem ekki tókst að vekja manninn var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu. Hvorki er vitað um nafn né kennitölu mannsins, að því er segir í dagbók lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert