Mörg „Borgunarmálin“

Vigdís Hauksdóttir segir að þau gögn sem liggi fyrir kalli …
Vigdís Hauksdóttir segir að þau gögn sem liggi fyrir kalli á rannsókn á því ferli sem farið var í, þegar bankarnir voru einkavæddir í síðara sinn. Hún viti dæmi þess að lífvænleg fyrirtæki hafi verið gerð upp í kjölfarið. mbl.is/Styrmir Kári

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður vill aflétta trúnaði af gögnum í fórum Alþingis um einkavæðingu bankanna árið 2009 og segir að almenningur eigi skilið að fá að vita hvað hafi farið fram á síðasta kjörtímabili.

Hún segist í viðtali við Morgunblaðið vita um mörg dæmi þess að lífvænleg fyrirtæki hafi verið tekin af eigendum sínum, skuldhreinsuð og færð í hendur annarra án upplýstrar umræðu. Oftar en ekki hafi þær eignir síðan margfaldast í verði. „Það voru mörg „Borgunarmálin“ á síðasta kjörtímabili,“ segir Vigdís.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Vigdís þau gögn sem liggja fyrir kalla á frekari rannsókn á síðari einkavæðingunni og segir sig tilbúna til þess að láta rannsaka fyrri einkavæðingu bankanna í leiðinni en þannig mætti vonandi stuðla að sáttum í samfélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »