Varað við stormi og blindbyl

Svona er umhorfs á Hellisheiði þessa stundina. En Adam verður …
Svona er umhorfs á Hellisheiði þessa stundina. En Adam verður ekki lengi í Paradís því veðrið mun versna þegar líður á daginn. mynd/Vegagerðin

Veður mun versna síðar í dag með skilum sem nálgast landið. Veðrið mun einkum versna á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði segir veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Milli klukkan 14 og 15 mun skafa og snjóa með takmörkuðu skyggni. Undir kvöld má reikna með stormi og blindbyl á þessum slóðum.

Veðrið mun ganga niður undir miðnætti. Hins vegar hlánar á láglendi. Á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli er gert ráð fyrir hviðum, 30-40 m/s frá því um kl. 18.

Færð og aðstæður

Hringvegurinn er auður á Suðurlandi en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum.

Hálkublettir eru á köflum á Vesturlandi og raunar hálka á fáeinum vegum en á Vestfjörðum er hálka víðast hvar.

Hálka er einnig á flestum vegum bæði á Norður- og Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert