Þýskur ævintýramaður fer á kajak niður Goðafoss í klakaböndum

Matze Brustmann á leið sinni niður fossinn.
Matze Brustmann á leið sinni niður fossinn. Ljósmynd: Vilhjálmur Grímsson

Þjóðverjinn Matze Brustmann er sennilega fyrstur til þess að fara niður Goðafoss að vetrarlagi en Vilhjálmur Grímsson náði meðfylgjandi myndum af atburðinum.  

Það var fréttaveitan 641.is sem greindi frá þessu. „Ég var fenginn til að taka myndir af fossinum fyrir Brustmann og teymi hans sem ég sendi þeim áður en þeir komu til landsins. Svo hitti ég þá við Goðafoss þegar Brustmann fór niður fossinn á kajak, og fylgdist með. Hann var hér ásamt teymi kvikmyndagerðarmanna sem tóku för hans upp,“ segir Vihjálmur í viðtali við mbl.is. 

„Hann fór á kayak niður fossinn tvisvar sama dag,“ segir hann og bætir við að Brustmann sé mjög reyndur á kajak, en hann hefur áður farið niður Aldeyjarfoss á kajak. „Margir hafa farið niður Goðafoss á kajak en aðeins að sumarlagi svo ég viti til.“

Ljósmynd: Vilhjálmur Grímsson
Ljósmynd: Vilhjálmur Grímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert