Vegurinn við Hvalnesskriður lokaður

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegurinn um Hvalnesskriður er lokaður vegna skriðuhættu og verður skoðaður seinna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. 

Hálkublettir eru  á Hellisheiði en krapasnjór í Þrengslum.  Þungfært er á Mosfellsheiði en ófært í Kjósaskarði.  Annars er hálka og  hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi, þó síst á Hringveginum.

Hálka eða hálkublettir er víða á Vesturlandi. Lokað á Fróðárheiði. Þæfingur er á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum og eitthvað um snjóþekju og skafrenning. Þungfært er á Kleifaheiði og flughálka er á Mikladal. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði en krapasnjór og éljagangur á Þröskuldum.

Það er talsvert autt eða aðeins í hálkublettum á Norðurlandi vestra, þó er hálka víða á útvegum. Hálka er á flestum leiðum Norðurlandi eystra, þæfingur er á Hólaheiði og Hófaskarði. Flughálka er á Raufarhafnarvegi og í Þistilfirði.

Ófært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Snjóþekja er á Fjarðarheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert