Ófært um Kjósarskarð

mbl.is/Malín Brand

Það er hálka á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlandi, þó síst á Hringvegurinn. Ófært er í Kjósarskarði.

Hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi og hálka á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði annars eru vegir að mestu greiðfærir.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum leiðum en hálka á fjallvegum. 

Það er talsvert autt á Norðurlandi vestra, þó eru hálkublettir á Vatnsskarði. Hálka er víða á útvegum. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum Norðurlandi eystra.

Á Austurlandi er hálka á fjallvegum og víða á Héraði.

Hálkublettir eru með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert