Borgin hafði ekki heimild til tiltals

Halldór Auðar Svansson og Hildur Sverrisdóttir.
Halldór Auðar Svansson og Hildur Sverrisdóttir.

Jafnvel þó „hatursorðræða“ geti falið í sér brot á hegningarlögum þá hefur vinnuveitandi ekki sjálfkrafa heimild til að grípa til íþyngjandi aðgerða gagnvart starfsfólki sem viðhafa ummæli sem fallið geta undir skilgreiningu „hatursorðræðu“, sér í lagi þegar háttsemi viðkomandi á sér stað utan starfs.

Heimild til slíkrar skerðingar tjáningarfrelsis starfsfólks Reykjavíkurborgar er hvorki að finna í kjarasamningum sem Reykjavíkurborg hefur gert við stéttarfélög né verður sú heimild leidd af almennum lögum.

Frétt mbl.is: Með fyrirspurn um hatursorðræðu

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar, borgarfulltrúa Pírata. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði í janúar fram fyrirspurn í mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar um hat­ursorðræðu.

Tilefnið var til­tal sem nokkr­ir starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar fengu fyr­ir að hafa látið falla hat­urs­full um­mæli á op­in­ber­um vett­vangi um fólk vegna trú­ar­skoðana þess, kyn­hneigðar eða upp­runa. Vildi hún vita hver hefði valdheimildir til slíks tiltals, út frá hvaða forsendum og hvort það mat sé í samræmi við landslög.

Á síðasta fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar var lagt fram svar mannréttindaskrifstofu við fyrirspurn Hildar. Þar sagði meðal annars:  

„Samkvæmt upplýsingum mannauðsskrifstofu eru afleiðingar þess að starfsmaður borgarinnar verði uppvís að hatursorðræðu getur það leitt til áminningar í starfi og brottreksturs láti viðkomandi ekki af slíku háttalagi eftir áminningu.“

Halldór ákvað í kjölfarið að senda borgarlögmanni fyrirspurn vegna málsins og liggur niðurstaðan nú fyrir. Bar hann svar borgarlögmanns undir mannauðsdeild borgarinnar og barst þetta svar:

„Mannauðsdeild er sammála áliti borgarlögmanns. Fyrri svör mannauðsdeildar miðuðust við það að starfsmaður hefði brotið af sér í starfi og er miður að það hafi ekki komið nægilega skýrt fram.“

Á síðasta fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar var lagt fram svar mannréttindaskrifstofu við fyrirspurn fulltrúa Sjá...

Posted by Halldór Auðar Svansson on Wednesday, March 16, 2016

Hér er voða voða langur status varðandi málið sem ég kom fram með fyrir tveimur mánuðum um að starfsmenn hafi fengið...

Posted by Hildur Sverrisdóttir on Wednesday, March 16, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina