Verða með áfengi í seðlageymslu

árni Helgason (t.v.) og Sævar Guðjónsson í klefanum.
árni Helgason (t.v.) og Sævar Guðjónsson í klefanum. Sigurður Bogi Sævarsson

Járnlukt seðlageymsla í kjallara húss á Eskifirði þar sem útibú Landsbanka Íslands var áður verður víngeymsla. Þegar hefur nokkrum hluta hússins verið breytt í hótel en nú er verið að breyta skipan innandyra í húsinu, þannig að herbergjum þar fjölgar úr 14 í 17 og salarkynni verða hentugri. Hótel Eskifjörður heitir staðurinn og að baki því er samnefnt einkahlutafélag. „Þetta verður tilbúið fyrri hluta sumars,“ segir Sævar Guðjónsson, einn þriggja eigenda hótelsins í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. Hinir eru feðgarnir Egill Helgi Árnason og Árni Helgason.

Í peningahólfinu í kjallara gamla Landsbankahússins var lengi seðlageymsla Seðlabanka Íslands fyrir Austurland. Sú starfsemi er löngu aflögð og nokkur ár eru síðan Landsbankaútibúinu á Eskifirði var lokað. „Þegar við fórum í breytingar á húsinu var þessi járnklefi í miðju húsinu og það var útilokað að hreyfa nokkuð við honum. Að vínið fyrir barinn á hótelinu verði í rekkum á bak við rimla held ég að sé góð lausn,“ segir Sævar. Þau Berglind Ingvarsdóttir kona hans reka ferðaþjónustuna á Mjóeyri á Eskifirði og með hótelinu færa þau út kvíarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »