Björgólfur Thor að selja hlutinn í Nova

Novator hefur falið fyrirtækjaráðgjöf Kviku að setja fjarskiptafyrirtækið Nova í söluferli. Áætlað er að söluferlið taki 2-3 mánuði.

Novator er félag Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns. Hann á tæplega 94% hlut í Nova, en stjórnendur eiga rúmlega 6% hlut.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors, heildarverðmæti Nova ekki vera undir 15 milljörðum króna. Nova er nú stærsta farsímafyrirtæki landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert