Frumvarp um aflandskrónur samþykkt

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Eggert

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um aflandskrónur sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram fyrir helgi.

Frumvarpið var samþykkt með 47 atkvæðum. Sjö sátu hjá.

Annarri umræðu lauk klukkan rúmlega ellefu í kvöld og eftir hana voru afbrigði samþykkt. 

Enginn ræddi frumvarpið í þriðju umræðu. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra steig í pontu og sagðist ánægður með samstöðuna sem ríkt hefði um málið.

mbl.is