„Ekki ávexti og grænmeti“

Guðrún Straumfjörð er 105 ára, þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn. Hún …
Guðrún Straumfjörð er 105 ára, þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn. Hún fylgist vel með og er spennt fyrir forsetakosningunum í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég borða ekki ávexti og grænmeti,“ segir Guðrún Straumfjörð snögg til svars, spurð hverju hún þakki langlífið. Hún er 105 ára í dag og þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn.

Í samtali í tilefni afmælisins í Morgunblaðinu í dag viðurkennir Guðrún þó, að hún borði stöku sinnum banana, og örlítið blómkál og hvítkál. Þar með er það upptalið sem hún borðar úr þessum fæðuflokki.

„Nei, nei, nei. Ekki lýsi,“ segir hún hnussandi þegar hún er spurð hvort hún taki inn vítamín og lýsi. Hún vill ekki sjá neinn nýmóðins hollustumat. Brauðsúpu með rjóma kann hún best að meta, og léttsaltaðan fisk. Spurð hvort hún hafi ekki alla tíð verið í fínu formi líkamlega vill hún ekki alveg heils hugar gangast við því en segist samt hafa verið hraust alla tíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert