ÍE þvær hendur sínar af staðhæfingum Robert Lynch

Húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar.
Húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mbl.is hefur borist yfirlýsing Íslenskrar erfðagreiningar vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem sagt var frá rannsóknum Robert Lynch undir fyrirsögninni Einbirni sögð lifa lengur.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Að gefnu tilefni

Vegna fréttar sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag undir fyrirsögninni Einbirni sögð lifa lengur vill Íslensk erfðagreining árétta eftirfarandi: Robert Lynch vann um nokkurra mánaða skeið að rannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu í samvinnu við vísindamenn fyrirtækisins. Vísindagreinin sem fréttin byggir á virðist lýsa þeirri vinnu. Það var hins vegar mat vísindamanna ÍE að rannsóknir Roberts væru ekki af miklum gæðum og að uppkast að vísindagrein sem hann deildi með þeim væri ekki birtingarhæft. Því þvær ÍE algjörlega hendur sínar af öllum þeim staðhæfingum sem koma fram í fréttinni og vísindagreininni og harmar að nafn fyrirtækisins skuli tengt við þær. ÍE vill líka árétta að Robert fékk engin gögn með sér í nesti þegar hann yfirgaf ÍE og virðist grein sú sem er vitnað til í fréttinni vera byggð á töflum af vafasömum niðurstöðum sem urðu til meðan hann dvaldi í Vatnsmýrinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina