Ríkissjóður hagnaðist á hruninu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi siglt á móti …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi siglt á móti straumnum og skapað fordæmi sem aðrar þjóðir líti nú til. mbl.is/Styrmir Kári

Hreinar tekjur ríkissjóðs, umfram kostnað, af endurreisn bankakerfisins á árunum 2009 til 2016, nema að lágmarki 9% af vergri landsframleiðslu, eða ríflega 200 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þannig metur sjóðurinn að endurheimtur ríkisins af endurreisnarferlinu nemi um 43% af vergri landsframleiðslu (VLF) en að kostnaðurinn við endurreisnina hafi jafngilt 34% af VLF.

Í skýrslunni segir að þennan árangur megi meðal annars þakka því að kostnaði hafi verið haldið í lágmarki „með varfærnu virðismati á yfirfærðum eignum og staðfastri mótstöðu gegn þjóðnýtingu á tapi af erlendri starfsemi hinna föllnu banka“.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, útreikninga AGS í raun ekki koma á óvart en að þeir séu ánægjuleg staðfesting á því að þær markvissu aðgerðir sem ríkið hefur gripið til, allt frá árinu 2008, séu að skila tilætluðum árangri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »