Mjög góð tíðindi fyrir Ísland

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Fyrir það fyrsta er þessi niðurstaða alvarlegasta áfall sem forystusveit Evrópusambandsins hefur orðið fyrir um langa hríð,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í gær þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að segja skilið við Evrópusambandið. Ólafur bendir á að grunnhugmyndin með Evrópusamstarfinu hafi á sínum tíma verið að efla frjáls viðskipti og lýðræði. „Þegar traustasta lýðræðisþjóð Evrópu á 20. öldinni ákveður eftir áratugareynslu af Evrópusambandinu að segja skilið við það samstarf þá er það í raun svo alvarlegur dómur um stefnu sambandsins að það er erfitt að finna nákvæm orð sem lýsa þessum sögulegu þáttaskilum.“

„Það er líka merkilegt að þetta er þriðja þjóðaratkvæðagreiðslan sem forystusveit Evrópusambandsins tapar á örfáum árum. Hinar tvær voru um Icesave-málið hér á landi. Þær snerust um það hvort íslenska þjóðin vildi lúta kröfum Evrópusambandsins um skilmálana í samningum við Breta og Hollendinga sem studdir voru af öllum ríkjum sambandsins. Þegar þær þjóðaratkvæðagreiðslur töpuðust ákvað Evrópusambandið að gerast aðili að málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Nú gerist það í þriðja sinn á örfáum árum að þjóð rís upp gegn ráðandi stefnu Evrópusambandsins. Það hlýtur að vera öllum stuðningsmönnum Evrópusambandsins, hvort sem þeir eru hér á Íslandi eða annars staðar, alvarlegt umhugsunarefni að eftir áratugareynslu af sambandinu skuli meirihluti Breta segja nei.“

Öflugur þríhyrningur í Norður-Atlantshafi

Ólafur segir niðurstöðuna í annan stað vera mjög góð tíðindi fyrir Ísland. Fyrir því megi færa mörg rök. „Fyrir það fyrsta þau rök að nú blasir það við að hér á Norður-Atlantshafi verður til þríhyrningur ríkja sem öll standa utan Evrópusambandsins, Grænlands, Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs. Lykilsvæði í norðurhluta heimsins verður nú fyrir utan áhrifasvæði sambandsins og Ísland fær allt í einu öflugari sess í samskiptum bæði við þessi nágrannaríki í okkar heimshluta sem og við ríki Evrópusambandsins. Vegna þess að ríki sambandsins geta ekki verið án góðra samskipta við þennan öfluga þríhyrning ríkja á Norður-Atlantshafi.“

Sömuleiðis renni ákvörðun breskra kjósenda stoðum undir það að þeir samningar sem Ísland og Noregur hafi haft við Evrópusambandið, sem sambandið hafi haft tilhneigingu til að líta á sem eins konar aukaatriði, fái allt í einu nýtt vægi. „Því að Ísland og Noregur verða nú með algerlega nýjum hætti aðilar að því samningaferli sem verður að fara fram á milli Evrópusambandsins og Bretlands og Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins við þennan nýja þríhyrning ríkja við Norður-Atlantshaf. Þannig að vægi okkar í samskiptum við okkar nágranna sem og löndin innan Evrópusambandsins hefur tekið mjög jákvæðum breytingum.“

Mikilvægt fyrir Ísland að meta stöðuna rétt

Þá segist Ólafur vona að niðurstaða þjóðaratkvæðisins í Bretlandi verði til þess „að þeir sem hafa verið að stefna að því að við ættum að hefja nýjar viðræður um aðild að Evrópusambandið átti sig á því að slíkir samningar munu með engum eðlilegum hætti geta farið fram á næstu 10-15 árum þar sem hafið er upplausnarástand í sambandinu sem enginn veit hvaða enda tekur. Þess vegna skapast vonandi breið samstaða hér heima um að meginverkefni okkar á næstu árum sé að styrkja stöðu okkar í þessum nýja Norður-Atlantshafsþríhyrningi utan Evrópusambandsins og síðan stöðu þess þríhyrnings gagnvart ríkjum í sambandinu um leið og við bíðum átekta og sjáum hvort þessi upplausn og ófremdarástand innan þess heldur áfram og hvernig Evrópusambandið muni líta út á næsta áratug.“

Ólafur segist þannig telja að þjóðaratkvæðið í Bretlandi muni styrkja Ísland í samskiptum við aðra hluta heimsins. „Við höfum á undanförnum árum séð aukið mikilvægi norðurslóða. Það eru margvíslegar vísbendingar um það, bæði diplómatískar, viðskiptalegar, vísindalegar og af öðru tagi. Þessi niðurstaða mun beina sjónum heimsins enn meir að því að byggja upp tengsl við hvert og eitt þessara ríkja á norðurslóðum og mun einnig leiða til þess að Bretland mun leita eftir enn nánara og traustara sambandi við þessa nágranna á Norður-Atlantshafi. Hvort Skotland verður á einhverjum tíma sjálfstætt ríki innan eða utan Evrópusambandinu mun ekki breyta miklu í þessu samhengi. En niðurstaðan er þess vegna í mínum huga ótvírætt góð tíðindi fyrir Ísland ef við sem þjóð og okkar ráðamenn meta þessa stöðu rétt og fara ekki að falla í þá gryfju að taka undir þann grátkór yfir þessari lýðræðislegu niðurstöðu sem nú hljómar í ýmsum höfuðstöðvum Evrópusambandsins.“

Sömu dómsdagsspár og í Icesave-málinu

„Það er fróðlegt fyrir hvern og einn að taka fram landakort eða horfa á hnattlíkan og skoða síðan þetta mikla svæði, hið stóra Grænland, Norður-Atlantshafið, Ísland, yfir til Norður-Noregs og enn frekar norður. Og síðan suður til Bretlandseyja. Og skoða síðan í samhengi við viðskipti og vægi í alþjóðasamskiptum hvers konar lykilhlutverki á milli Evrópu og Bandaríkjanna og gegnum norðurslóðir og til Asíu og Evrópu og Bandaríkjanna þetta svæði mun gegna á 21. öldinni. Það þarf ekki nema örstutta skoðun á landakorti eða hnattlíkani til að sjá þvílík gjörbreyting þetta er á okkar næsta nágrenni okkur í hag,“ segir Ólafur ennfremur. Hin upphaflega réttlæting Evrópusambandsins hafi verið sú að í stað stríðsátakanna í Evrópu kæmi hin lýðræðislega Evrópa. Þegar eitt öflugasta ríki sambandsins ákveði að segja skilið við það samstarf með þessum hætti sé það yfirlýsing um að hrikaleg lýðræðisleg brotalöm sé til staðar innan þess.

„Ella myndi það ekki gerast að svo vel upplýst þjóð eins og Bretar eru með allt það upplýsinga- og fjölmiðlakerfi sem er þar við lýði ákveði eftir áratuga reynslu að segja þetta hentar okkur ekki og gerir það í andstöðu við alls konar stofnanir og sérfræðinga og aðra sem spáðu dómsdegi ef Bretar myndu ganga frá borði með nákvæmlega sama hætti og þegar stofnanir og sérfræðingar spáðu dómsdegi yfir Íslandi ef við höfnuðum kröfu Evrópusambandsins í Icesave-málinu. Þarna voru á ferðinni sams konar öfl, sams konar röksemdafærsla, það er sams konar tilvísun til einhvers konar efnahagslegs óumflýjanleik sem fólkið hafnar. Sem íslenska þjóðin hafnaði tvisvar og sem breska þjóðin hafnaði nú. Ef ég væri stjórnandi í Brussel og forystumaður í Evrópusambandinu myndi ég hafa alvarlegar áhyggjur af þessum þríþætta lýðræðislega dómi sem hefur fallið á örfáum árum. Því ef sambandið er ekki um lýðræðislegan vilja fólksins, um hvað á það þá að vera?“

Sterkari tengsl við Kanada og Bandaríkin

Ólafur telur ennfremur að þessi þróun eigi eftir að styrkja stöðu Íslands varðandi samskipti við bæði Kanada og Bandaríkin. „Þegar þarlend stjórnvöld horfast í augu við það að þessi ríkjahópur í Norður-Atlantshafsins, Noregur, Bretland, Ísland, Grænland og Færeyjar, eru öll utan Evrópusambandsins þá verða þau að koma sér upp nýrri sýn, nýrri stefnu og nýjum vinnubrögðum gagnvart þessu svæði. Þannig að við munum bæði fá aukið vægi vegna samningaviðræðnanna sem nú þurfa að fara fram á hinum víðtæka Evrópuvettvangi um það hvað tekur við, við munum fá aukið vægi í samskiptum við Bretland, Noreg og okkar næstu nágranna, við munum fá aukið vægi í samskiptum Kanada og Bandaríkjanna við þessi mikilvægu ríki á Norður-Atlantshafi og við munum líka fá aukið vægi í samskiptum við þjóðir í Asíu og öðrum heimshlutum sem nú munu horfa á þennan ríkjahóp á Norður-Atlantshafi með algerlega nýjum hætti. Þetta er alveg nýr veruleiki sem ég tel tvímælalaust að sé mikið fagnaðarefni þegar horft er til framtíðar.“

mbl.is

Innlent »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra % þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingasjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...