Hjólar hringveginn í minningu vinar

Jón Eggert Guðmundsson lagði af stað í rúmlega 3200 kílómetra …
Jón Eggert Guðmundsson lagði af stað í rúmlega 3200 kílómetra hjólaferð í kringum landið í morgun frá Egilshöll. Ljósmynd/Krabbameinsfélag Íslands

Jón Eggert Guðmundsson lagði af stað í rúmlega 3.200 kílómetra hjólaferð í gærmorgun frá Egilshöll. Leiðin liggur um alla strandvegi Íslands eða lengstu mögulega leiðina hringinn í kringum landið.

Jón Eggert gekk sömu leið árið 2006 með aðstoð bílstjóra síns Sigfúsar Austfjörð en Sigfús lést árið 2012. Jón Eggert hjólar því nú í minningu vinar síns til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Hann ætlar sér að hjóla um 170 kílómetra á dag í nítján daga samfleytt en markmið hans er að koma aftur til Reykjavíkur hinn 19. júlí. Svava Dögg Guðmundsdóttir hjólreiðakona mun fylgja Jóni Eggerti alla leið og keyra með honum hringinn.

Þeir sem vilja heita á Jón Eggert og styðja Krabbameinsfélagið geta sent SMS-ið KRABB í símanúmerið 1900 og styrkt félagið um 1.900 kr. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins þakkar Jóni Eggerti þennan stuðning í þágu baráttunnar gegn krabbameinum og hvetur landsmenn til að taka vel á móti honum og hvetja hann til dáða.

Hér er hægt að fylgjast með ferðalagi Jóns Eggerts og á facebooksíðu hans. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert