Búist við góðum heyskap í sumar

Þurrkar hafa gert bændum lífið leitt.
Þurrkar hafa gert bændum lífið leitt.

Hlýindi í vor gefa vísbendingu um góðan heyskap í sumar, en Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir horfurnar fyrir heyskaparárið almennt góðar.

Bændur víða um land eru búnir með fyrsta slátt. Þurrkar hafa þó gert bændum lífið leitt, t.a.m. í Mýrdal, þar sem ekkert rigndi frá miðjum apríl og fram yfir miðjan júní, sem er mjög óvenjulegt.

Í Eyjafirði hefur heyfengur verið misjafn, meðal annars vegna kals í túnum í vor, að því er fram kemur í umfjöllun um heyskapinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »