Ökumaður bifhjólsins lést

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ökumaður bifhjólsins sem lenti í árekstri við vörubifreið með festivagn í morgun er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Tilkynnt var um umferðarslys á mótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar í Reykjanesbæ til lögreglu klukkan 07:09 í morgun. Bifhjólinu hafði verið ekið suður Reykjanesbraut og vörubifreiðin var á leið af Hafnavegi norður Reykjanesbraut þegar slysið varð.

Ökumaður bifhjólsins, karlmaður á fertugsaldri, var úrskurðaður látinn á vettvangi. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Ekki urðu slys á ökumanni og farþega í vörubifreiðinni.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa var kvaddur á vettvang.

Loka þurfti Reykjanesbraut og Hafnavegi í um þrjár klukkustundir fyrir allri umferð vegna starfa rannsóknaraðila á vettvangi.

Frétt mbl.is: Flutningabíll í veg fyrir mótorhjól

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert