„Þetta hefur verið hryllingur“

Dagbjört Norðfjörð, veitingamaður á Kryddlegnum hjörtum (hús með grænu þaki), …
Dagbjört Norðfjörð, veitingamaður á Kryddlegnum hjörtum (hús með grænu þaki), er orðin langþreytt á gatnaframkvæmdum í tvo mánuði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Götunni hefur verið lokað flesta daga síðan við fluttum hingað vegna kranabíla eða steypubíla. Stundum var lokað í nokkra daga í einu. Þetta hefur verið hryllingur,“ segir Dagbjört Norðfjörð, eigandi veitingahússins Kryddlegin hjörtu á Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Gatnaframkvæmdir við Hverfisgötu voru kornið sem fyllti mælinn. Þær hafa nú staðið hátt í tvo mánuði. Dagbjört segir að gestir veitingahússins þurfi að fara krókaleiðir til að komast á veitingastaðinn. Ófært er fyrir fólk í hjólastól. „Ég sé hópa útlendinga hinum megin við Klapparstíg á leið til mín. Svo snúa þeir bara við af því að aðgengið er ekkert,“ segir Dagbjört en hún hefur þurft að loka staðnum sumar helgar, lokað er yfir miðjan daginn og opið styttra á kvöldin vegna þess hve lítið er að gera. Mikið ónæði er vegna atsins.

„Nú þyrlast upp skíturinn og viðbjóðurinn. Í gær [fyrradag] var verið að saga lagnir og ekki með vatnssög,“ segir Dagbjört. Þykkt rykský lá yfir öllu og þurfti að loka gluggum og dyrum til að halda rykinu úti. „Það er oft búið að taka af mér rafmagn og vatn fyrirvaralaust. Á tímabili gat ég ekki rukkað af því að þeir slitu símalínur.“

Dagbjört segir að borgin viti vel af aðstæðunum og að talað hafi verið við embættismenn en svo virðist sem allar dyr séu lokaðar. „Það er voða erfitt að ná í þessa kónga,“ segir Dagbjört ennfremur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að finna þurfi fyrirkomulag til að bæta fyrirtækjum það tjón sem þau verða fyrir vegna framkvæmda borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert