Telja áhrif Pokémon jákvæð

Margir sem hreyfa sig lítið, fara nú í reglulegar gönguferðir ...
Margir sem hreyfa sig lítið, fara nú í reglulegar gönguferðir til að veiða pokémona. AFP

Foreldrar einhverfra barna á Íslandi hafa þegar orðið varir við að Pokémon Go hvetji þau börn sem spila leikinn til að vera meira úti við, segir Laufey I. Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi. Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarið greint frá því að farsímaleikurinn Pokémon Go hafi jákvæð áhrif á einhverfa.

Laufey sendi út fyrirspurn á íslenska Facebook hópa fyrir einhverfa og segir hún viðbrögðin benda til þess að  foreldra þeirra einhverfu barna sem spila Pokémon Go, telji áhrifin vera jákvæð. Hún hefir þó einnig heyrt af börnum sem sýna leiknum engan áhuga. 

„Síðan eru aðrir sem vilja ekki prófa leikinn af því að þeir eru  meðvitaðir um eigin þráhyggjur og óttast að festast í honum,“ segir Laufey og bætir við að slíkt eigi þó ekki bara við um einhverfa. Aðrir geti líka fest sig í leiknum.

Fólk yfirleitt til í að spjalla um pokémonana sína

„Þeir sem eru á einhverfurófi og spila leikinn eru hugsanlega að fara meira út en áður, þannig að þeir fá þá meiri hreyfingu,“ segir Laufey. Börn sem hafi áður setið föst við tölvuna, óháð öllum greiningum, fáist nú til að fara út.

Hún nefnir sem dæmi  móður einhverfs drengs, sem er líka einhverf sjálf. Hún hafi greint frá því að þau mæðgin fari nú tvisvar á dag í göngutúra og sonur hennar, sem hafi þá venju að heilsa fólki hvort sem hann þekki það eða ekki, spyrji nú þá sem hann mætir með farsíma á lofti hvort þeir séu að spila Pokémon. „Oftast er fólk tilbúið að spjalla við hann um pokémonana sína og stundum getur hann sagt fólki eitthvað sem það kann ekki.“ Strákurinn sé búinn að liggja yfir Pokémon á YouTube og sé orðin nokkuð fróður.

„Móðir hans telur þetta vera góða æfingu fyrir hann í félagsfærni, en nefnir þó að þau þurfi að passa sig á þráhyggjunni -  að fara ekki of oft út að leita.“

Skólastúlkur í Japan spila hér Pokémon Go. Foreldrar einhverfra íslenskra ...
Skólastúlkur í Japan spila hér Pokémon Go. Foreldrar einhverfra íslenskra barna hafa orðið vör við að leikurinn opni á samskipti barna þeirra við jafnaldra sína. AFP

Geta spjallað saman um leikinn

Laufey segist hafa fengið fjölmörg sambærileg svör. Ein hafi sagt sögu af einhverfum dreng sem hún þekki sem áður hafi verið erfitt að fá til að fara út, en nú sé hann mikið úti við að leika sér með Pokémon. „Þá spilar frænka hans líka Pokémon og þau geta því spjallað um leikinn.“  

Sömuleiðis hafi önnur kona greint frá því að sonur hennar á unglingsaldri, sem er  greindur með Asperger, hafi  farið í fjallgöngu til að finna pokémon, þrátt fyrir að vera venjulega ekki æstur í að vera úti.

„Eitt af vandamálunum við einhverfa krakka og unglinga er að þeim hættir til kyrrsetu og að vera föst í tölvuleikjum,“ segir Laufey. Vandan sé vissulega að finna hjá á öðrum börnum líka, en sérstaklega hjá einhverfum börnum þar sem að þau hafa oft ekki áhuga á íþróttum eða hópleikjum. „Þannig að það verður spennandi þegar maður fer að vinna í haust, að heyra hvernig foreldrar og krakkarnir sjálfir upplifa þetta,“ segir Laufey sem m.a. sér um að greina einhverfu.

Erlendir sérfræðingar hafa bent á að áhugasvið einhverfra barna séu oft nokkuð sérhæfð og ekki alltaf líkleg til að vekja áhuga jafnaldra þeirra. Pokémon Go veiti einhverfum börnum hins vegar möguleika að spjalla við aðra krakka um áhugamál sem þau deilir.

Laufey samsinnir þessu og segir gátt virðast opnast þarna á milli. Auk dæmanna hér að ofan nefni móðir 10 ára einhverfs drengs að hann fái nú færi á að tengjast öðrum krökkum á nýjan hátt, þar sem hann þekki umtalsefnið. „Hann á þó líka erfitt með að skilja það þegar netþjónninn virkar ekki, sem kemur inn á þráhyggjuna og það er svo sem ágætis kennslustund í mótlæti.“

„Þannig að þetta virðist því hafa góð áhrif á félagsfærni og hreyfingu hjá þeim sem spila leikinn,“ segir Laufey.

Frá Pikachu-hátíð sem haldin er í Yokohama-hverfinu í Tokýo.
Frá Pikachu-hátíð sem haldin er í Yokohama-hverfinu í Tokýo. AFP

Brúar kynslóðabilið

„Fólk hefur þó líka nefnt að það vilji ekki leyfa ungum börnum að spila leikin ein, enda hefur verið bent á að athygli leikmanna á umhverfi sínu er takmörkuð, en það á nú kannski ekki bara að við um börn með greiningu.“ 

Aðrir hafa nefnt að leikurinn sé góð leið til að sameina kynslóðirnar, óháð öllum greininum, og nefnir Laufey í því sambandi að uppkomnir synir sínir sem spila leikinn, fái nú beiðnir frá ungum frændum um að fara með þá út að leita.

„Ein kona sagði frábært að leikurinn sameinaði fullorðna og börn. Hún sagði að synir sínir, 10 og 18 ára, og pabbi þeirra spiluðu allir leikin, sem síðan spjalla um og sýna pokémonana.“

Pokémon Go virðist hafa fangað hug bæði barna og fullorðinna.
Pokémon Go virðist hafa fangað hug bæði barna og fullorðinna. AFP

Kvíðir því að fara út, en spilar samt Pokémon

Laufey nefnir einnig að hún fékk póst frá ungri konu sem spilar Pokémon daglega, þrátt fyrir að vera með mikinn kvíða og fari þess vegna helst helst ekki út fyrir hússins dyr.

„Ég er búin að vera í þessu síðan þetta kom út,“ sagði í póstinum. „Er með ofboðslegan kvíða og fer helst ekki ein út úr húsi, en þessa dagana hef ég farið í alla vegna klukkutíma gönguferð á hverjum degi. Ég þori samt ekki að tala við fólk, en ég sé að þetta er að hjálpa mér að fara út sem er geðveikt.“

„Leikurinn virðist þannig hafa einhverja kosti í för með sér,“ segir Laufey. „Og hann virðist vissulega fá fólk til að hreyfa sig, sem annars hefði kannski ekki gert það. Gallinn er þó kannski sá að sumir kunna að þurfa að fá sér nýjan síma þar sem sá gamli ræður ekki við appið,“ segir Laufey að lokum.

mbl.is

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...