Grunaður um nauðgun og hrottalegt ofbeldi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald eftir að hann var handtekinn, grunaður um að hafa nauðgað konu og beitt hana hrottalegu ofbeldi á heimili hennar á föstudaginn fyrir rúmlega viku.

Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag.

Var maðurinn handtekinn á heimili konunnar og úrskurðaður í viku gæsluvarðhald sem var framlengt um fjórar vikur í gær. Haft er eftir verjanda mannsins í Fréttablaðinu að úrskurðinum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Maðurinn er sagður fæddur árið 1991. Hann og fórnarlamb árásarinnar þekktust. Í fréttinni segir að maðurinn eigi meðal annars að hafa skorið í andlit konunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert