Hlaut opið fótbrot við klettaklifur

Ljósmynd/Landsbjörg

Ung kona hlaut opið fótbrot er hún féll í Krossnesi á Ströndum á áttunda tímanum í kvöld en þar var hún við klettaklifur. Var hún flutt í burtu með sjúkrabíl til aðhlynningar.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi hafi komið konunni til aðstoðar og hlúð að henni þar til sjúkrabíll frá Hólmavík kom á vettvang en um 90 mínútna akstur er frá Hólmavík á slysstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert