Jáeindaskanni á áætlun

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, afhenti ráðherra í ágúst í …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, afhenti ráðherra í ágúst í fyrra yfirlýsingu um að fyrirtækið skuldbindi sig til að færa þjóðinni að gjöf allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna kaup og uppsetningu á jáeindaskanna. mbl.is/Vilhelm

„Í aðalatriðum er framkvæmdin á áætlun. Tækin koma svo til landsins í byrjun október,“ segir Hjörleifur Stefánsson verkefnastjóri sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, sem sér um uppsetningu jáeindaskannans sem Íslensk erfðagreining færði íslensku þjóðinni að gjöf. Gjöfin tekur einnig til þess að byggja húsið yfir jáeindaskannann og önnur tæki sem honum fylgja, rannsóknarstofu og aðstöðu.

Sjá frétt mbl.is: Gefur þjóðinni jáeindaskanna

Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu, sem hýsa mun jáeindaskannann, var tekin í janúar á þessu ári og var þá gert ráð fyrir að húsnæðið yrði tilbúið í september og að skannanum yrði síðan komið fyrir og hann prufukeyrður. 

Sjá frétt mbl.is: Bylting í greiningu sjúkdóma

Hjörleifur segir að búist sé við að skanninn verði afhentur spítalanum í janúarmánuði. Eftir að tækin koma til landsins á eftir að setja þau saman og prófa þau.

„Meðal annars er þarna gríðarlegur hringhraðall sem er stórt og mikið tæki, tæp 30 tonn að þyngd. Það verður flutt með skipi hingað og því komið fyrir í húsinu. En það tekur sinn tíma að setja tækið saman og eftir að það verður afhent, tekur við tími þar sem verið er að prófa tækið í svokölluðu gildingarferli,“ segir Hjörleifur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert