Hljóp samfleytt í 41 klukkustund

Feðginin uppi á fjallinu Vercor. Í baksýn er Mont Blanc.
Feðginin uppi á fjallinu Vercor. Í baksýn er Mont Blanc. Ljósmynd/Aðend

Feðginin Ágúst Kvaran, prófessor við Háskóla Íslands, og Melkorka Árný Kvaran, íþrótta- og matvælafræðingur, hafa lokið við heljarinnar vegahlaup í Grenoble í frönsku ölpunum í þágu átaksins Út með´a.

Ágúst hljóp 170 kílómetra upp og niður fjögur fjöll en Melkorka Árný hljóp 40 kílómetra og eitt fjall. Þau voru ræst samtímis klukkan 7 að morgni föstudags á 64 ára afmælisdegi Ágústs.

Frétt mbl.is: Feðgin hlaupa á frönsk fjöll

„Ógleymanleg aðferð“

 „Þetta var stórkostleg og ógleymanleg aðferð til að halda upp á afmælið sitt,“ segir Ágúst, þegar hann er spurður út í hlaupið.

Hann varð þriðji í sínum aldurshópi (60-70 ára) og Melkorka varð fyrsta í sínum aldurshópi (40-50 ára).

Fjöllin sem hann hljóp upp nefnast Vercor, Oisans, Belladonna og Chartrause en saman hlupu þau upp Vercor á rúmri sjö og hálfri klukkustund.

Feðginin benda á nöfnin sín á lista yfir hlauparana.
Feðginin benda á nöfnin sín á lista yfir hlauparana. Ljósmynd/Aðsend

Með ennisljós í myrkrinu 

Ágúst hélt svo áfram og bætti við hinum þremur fjöllunum. Mikil rigning var á laugardeginum og þurfti hann að notast við ennisljós í kolniðamyrkri um nætur. Merkingar voru til fyrirmyndar, að hans sögn, og engin hætta á að villast.

Hann endaði í 101. sæti af þeim 547 sem voru skráðir í upphafi, sem var framar björtustu vonum. Tímamörk til að ljúka hlaupinu voru 54 klukkustundir en hann hljóp það á um 41 klukkustund, án svefns. Fyrir hlaupið setti hann sér það markmið að hlaupa á innan við 50 tímum.

Ljósmynd/Aðsend

33 prósenta halli 

Feðginin nýttu sér drykkjarstöðvar á leiðinni, þar sem boðið var upp á mat, drykki, orkugel og orkunammi. Brautirnar voru víða mjög brattar og allt að 33% halli þegar mest lét. Sem dæmi var farin um 2.200 metra  samfelld fallhæð niður Oisans á einungis 6 km leið. Á fyrsta hluta Belladonna var 1.000 metra hækkun á einungis 3 km kafla.

Fjölskyldan tók á móti Ágústi og Melkorku undir lok hlaupanna. „Það var ólýsanleg tilfinning að hitta þau að loknu rúmlega 41 klukkustundar hlaupi í stórbrotnu umhverfi Alpafjallanna við erfiðar og mjög fjölbreyttar aðstæður,“ segir Ágúst.

„Þá var einnig dásamleg tilhugsun að þessi þrekraun hafi hugsanlega getað nýst hinu þarfa söfnunarátaki  Út með´a, gegn sjálfsvígum ungs fólks, sem Melkorka var meðal annarra upphafsmaðurinn að.“

Ljósmynd/Aðsend

Strengir í lærvöðvum 

Feðginin eru stödd erlendis þar sem þau jafna sig eftir hlaupið en bæði kvörtuðu þau einungis yfir strengjum í lærvöðvum og nokkrum blöðrum á fótum að því loknu, enda þrautreyndir hlaupagarpar þar á ferð.

mbl.is

Innlent »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...