Airbnb „keyrir stíft inn á Ísland“

Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu.
Á Airbnb geta einstaklingar auglýst íbúðir sínar til tímabundinnar leigu. AFP

Umframspurn eftir gistingu á Íslandi virðist hafa orðið Airbnb hvati að því að hefja auglýsingaherferð á Google. Könnun sem ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson gerði sýnir að auglýsingar Airbnb birtast nú í fyrsta skipti í leitarniðurstöðum í sumum þeirra landa þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Hermann hefur fylgst með auglýsingum fyrir gistingu á Íslandi á Google undanfarin sex ár en niðurstöðurnar í fyrra nýtti hann í BS-ritgerð sína í ferðamálafræði. Athugun hans í ár leiðir í ljós að Airbnb er í fyrsta skipti byrjað að kaupa auglýsingar á Google þegar leitað er að gistingu á Íslandi.

„Það hefur orðið svo ofboðsleg aukning í Airbnb-gistingum vegna þess að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands hefur farið langt fram úr framboði á gistingu. Þeir eru að keyra inn á þennan markað mjög stíft,“ segir Hermann.

Auglýsa ekki í vinsælustu ferðamannalöndunum

Könnunin fór þannig fram að Hermann leitaði að gistingu í höfuðborginni með leitarorðunum „Hotel Reykjavik“ í Google eins og hann væri staddur í þeim tíu löndum þaðan sem flestir ferðamenn koma til Íslands.

Frétt mbl.is: Hótel missa tekjur til erlendra aðila

Í ljós kom að í Danmörku og Hollandi birtist auglýsing frá Airbnb á fyrstu síðu niðurstaðna við hlið gamalgróinna gistingarmiðlara eins og Booking.com og fleiri sambærilegra síðna. Danir eru í sjötta sæti og Hollendingar í tíunda sæti þeirra þjóða sem sækja Ísland helst heim.

Hermann segist jafnframt hafa skoðað sambærilegar niðurstöður fyrir þau tíu lönd sem taka við flestum ferðamönnum í heiminum en í engu þeirra standi Airbnb í sambærilegri auglýsingaherferð á Google.

Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni.
Flestar Airbnb-íbúðirnar eru í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er bara til Íslands sem þeir eru núna að ráðast inn alveg af fullum þunga til að taka sem mest af þessari köku,“ segir hann og bendir á að greiða þurfi hátt verð fyrir auglýsingar á fyrstu niðurstöðusíðu hjá Google .

Þá bendir hann á að ekki sé rétt að meta mikilvægi þjóðernis þeirra ferðamanna sem hingað koma út frá mannfjölda heldur fremur út frá gistinóttum. Þannig dvelji Hollendingar til að mynda í þrettán daga á Íslandi að meðaltali en Bandaríkjamenn, Bretar og Norðmenn ekki nema fjóra til fimm daga að jafnaði.

Skaðleg samfélagsleg áhrif

Hugsanlegt sé að Airbnb sé að nota Ísland, sem sé þrátt fyrir allt frekar lítill markaður í ferðamennsku, sem nokkurs konar tilraunamarkað í þessu samhengi til að læra af áður en sama herferð verður notuð annars staðar, að mati Hermanns. Það sé þekkt aðferð innan sölu- og markaðsfræðanna.

Hermann telur að innreið Airbnb á Íslandi hafi neikvæð samfélagsleg áhrif því hún stuðli að snarhækkun leigu- og fasteignaverðs.

„Örðugleikar ungs fólks að leigja og kaupa aukast til muna því þarna er verið að færa gistingu sem annars var á hótelum meira í heimahús. Afleiðingarnar eru stórkostlegar,“ segir Hermann.

Úttekt sem ráðgjafafyrirtækið Expectus gerði í vor sýndi að pláss er fyrir um 10.000 Airbnb-gesti í Reykjavík og að flestar íbúðirnar sem leigðar eru út með þeim hætti séu í miðborginni.

Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í ...
Airbnb-íbúðir í Reykjavík voru alls 2.551 talsins í Reykjavík í apríl sl. Skjáskot

Frétt mbl.is: Pláss fyrir 10.000 Airbnb-gesti

Uppfært 1.9.2016 Upphaflega stóð í fréttinni að Danir og Hollendingar væru í þriðja og sjötta sæti yfir þjóðir sem heimsækja helst Ísland. Hið rétta er að þjóðirnar tvær eru í sjötta og tíunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...