Nemendur aldrei komið verr út

Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2015 benda til þess að íslenskum nemendum hraki …
Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2015 benda til þess að íslenskum nemendum hraki í náttúruvísindum, stærðfræði og lestri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskir nemendur koma mjög illa út úr PISA-könnuninni sem var lögð fyrir 2015. Niðurstöður hennar voru kynntar í gær og benda þær til þess að frammistaða íslenskra nemenda sé lakari en árið 2012 þegar könnunin var gerð síðast.

PISA-könnunin er alþjóðleg og er lögð fyrir 15 ára nemendur til að mæla lesskilning, læsi á náttúrufræði og stærðfræði, á þriggja ára fresti. Þetta er eina alþjóðlega samanburðarmælingin á frammistöðu menntakerfisins sem fram fer hér á landi.

Niðurstöður PISA 2015 sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað mikið á síðastliðnum áratug í náttúruvísindum. Þeim hefur einnig hrakað stöðugt í stærðfræði frá því það var fyrst metið árið 2003 og lesskilningur hefur minnkað frá 2000 til 2006 en eftir það hefur hann nánast staðið í stað. Árangur íslenskra nemenda er lakari en á hinum Norðurlöndunum í öllum fögunum þremur. Þá hefur nemendum sem geta lítið fjölgað og afburðanemendum fækkað, að því er fram kemur í fréttaskýringu um PISA-könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert