Bréf frá Jörundi til sölu á eBay

Framhlið bréfsins sem Jörundur sendi Fritz bróður sínum.
Framhlið bréfsins sem Jörundur sendi Fritz bróður sínum.

Sendibréf frá Jörgen Jörgensen eða Jörundi hundadagakonungi til Fritz, bróður hans, er til sölu á uppboðsvefnum eBay. Lágmarksboð 799,95 dollarar, um 91 þúsund krónur, en tilboðsfrestur rennur út á þriðjudag.

Bréfið var sent frá London til Kaupmannahafnar 7. mars 1824. Það er ófrímerkt enda var fyrsta frímerkið gefið út í Bretlandi 1. maí 1840.

Jörundur hundadagakonungur var við völd á Íslandi um nokkurra vikna skeið sumarið 1809. Hann var danskur ævintýramaður, fæddur 1780. Seljandi bréfsins á eBay er skráður á Seltjarnarnesi. Á vefnum kemur fram að hann sé reyndur og háttskrifaður hjá eBay og hafi selt þar 14.818 muni síðan árið 2000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »