64 útskrifuðust úr FG

Páll Marís Pálsson, flutti ræðu nýstúdents í FG.
Páll Marís Pálsson, flutti ræðu nýstúdents í FG.

Alls voru 64 nemendur brautskráðir á haustönn 2016 frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Flestir, eða alls 17, voru af náttúrufræðabraut, en næst þar á eftir komu félagsfræða- og íþróttabraut.

Dúx skólans var Margrét Sóley Kristinsdóttir af náttúrufræðabraut. Auk þess að vera dúx hlaut Margrét margvísleg önnur verðlaun fyrir góðan árangur í FG.

Elísabet Síemsen, settur skólameistari, hélt ræðu. Páll Marís Pálsson, flutti ræðu nýstúdents. Þau Hilmar Már Gunnlaugsson, Guðmundur Ásgeir Guðmundsson og Svana Björg Eiríksdóttir stóðu fyrir tónlistaratriðum, þar sem flutt var bæði frumsamin tónlist og efni eftir Cole Porter. Athöfninni lauk svo með því að viðstaddir risu úr sætum og sungu Íslands minni.

Dúx skólans var Margrét Sóley Kristinsdóttir af náttúrufræðabraut og Elísbet …
Dúx skólans var Margrét Sóley Kristinsdóttir af náttúrufræðabraut og Elísbet Síemsen settur skólameistari.
Hilmar Már Gunnlaugsson, Guðmundur Ásgeir Guðmundsson og Svana Björg Eiríksdóttir …
Hilmar Már Gunnlaugsson, Guðmundur Ásgeir Guðmundsson og Svana Björg Eiríksdóttir stóðu fyrir tónlistaratriðum, þar sem flutt var bæði frumsamin tónlist og efni eftir Cole Porter.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert