Tólf voru sæmdir fálkaorðunni í dag

Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. …
Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Hér gefur að líta þá sem voru heiðraðir á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum nú á nýársdag. Fengu sex konur og sex karlar orðu í dag og var það fyrir störf og framlag til fjölda málaflokka, frá björgunarstöfum til vísinda og velferðamála.

Eftirtaldir Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni í dag:

1. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi þyrluflugstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir björgunarstörf og framlag til íslenskra flugmála

2. Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf á vettvangi íslensks sjónvarps og framlag til íslenskrar safnamenningar

3. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni

4. Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind fyrrverandi útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi hljóðvarps

5. Gunnhildur Óskarsdóttir dósent og formaður Styrktarfélagsins Göngum saman, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og til heilsueflingar

6. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og störf í þágu íslenskra listamanna

7. Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi

8. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar

9. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar húsagerðarlistar

10. Sigurður Pálsson rithöfundur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar

11. Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður, Hala II í Suðursveit, riddarakross fyrir menningarstarf í heimabyggð

12. Þór Jakobsson veðurfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði umhverfisvísinda og til miðlunar þekkingar

mbl.is

Bloggað um fréttina