Sváfu á 64 milljóna vinningsmiða

Lottó
Lottó

Hjón frá Akureyri hafa gefið sig fram við Íslenska getspá en þau duttu í lukkupottinn á milli jóla og nýárs þegar þau unnu 64 milljónir í lottó. Hjónin, sem eru bæði hætt að vinna, vissu strax á nýársnótt að þeirra biði ríflegur vinningur eftir að hafa lesið frétt á netinu um að vinningsmiðinn hefði verið seldur í Hagkaup á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

„Um leið og ljóst var að þetta var vinningsmiðinn var hann strax settur í umslag og sváfu hjónin á honum til skiptis þannig að engin hætta yrði á  að honum yrði stolið.  Hjónin voru áður búin að skipuleggja ferð til borgarinnar um miðjan janúar og notuðu ferðina til að koma miðanum til Getspár, voru ekkert að drífa sig með miðann og gera sér sérferð,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að börn hjónanna muni fá að njóta vinningsins með foreldrum sínum en hjónin voru að öðru leyti ekki búin að gera ráðstafanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert