Kjuregej veitt viðurkenning á degi diplómatans

Kjuregej Alexandra Argunova með sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. …
Kjuregej Alexandra Argunova með sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. VasilIev. Ljósmynd/Júlíus Valsson

Kjuregej Alexandra Argunova hlaut á föstudag sérstaka viðkenningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu fyrir það starf sem hún hefur unnið við að kynna menningu heimalands síns Jakútíu og til að efla samskipti Íslandi og Rússlands. 

Dagur dipómatans er haldinn hátíðlegur í Rússlandi 10. febrúar ár hvert og í þeim löndum þar sem Rússland er með sendiráð.  Dagurinn heitir í raun „Dagur hins vinnandi diplómata“.  Í tilefni dagsins var efnt til móttöku í rússneska sendiráðinu í Reykjavík þar sem saman komu sendiherrar þeirra erlendra þeirra ríkja, sem eru með sendiráð sín hér á landi. Tilgangurinn er, að fulltrúar landanna hittist með óformlegum hætti, haldi daginn hátíðlegan og efli samskipti og vináttu sín á milli. 

Að þessu sinni hlaut Kjuregej viðurkenninguna, en hún er fædd í Jakútíu 1938 og hefur búið hér á landi og starfað að listsköpun í yfir 50 ár.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert