Húsið flutt á sinn stað á lóðinni

Laugavegur 4-6. Húsið var sett á sinn stað á lóðinni …
Laugavegur 4-6. Húsið var sett á sinn stað á lóðinni við Laugaveg 6 með hjálp stórs kranabíls. Húsið hefur verið í geymslu í Hafnarfirði meðan á framkvæmdum hefur staðið. Nú styttist í verklok.

Hús sem flutt var af lóð á Laugavegi 4 og 6 vegna framkvæmda þar var endurflutt á fyrri stað í gær. Styttist nú í endann á framkvæmdum við byggingu sem tengir Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a.

Húsið Laugavegur 4 var byggt árið 1890 og Laugavegur 6 var byggt sem íbúðarhús árið 1871, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Félagið Laugastígur stendur að byggingunni á reitnum en verktakinn Prima sér um framkvæmdina. Tók fyrirtækið við verkinu af Brotafli í maí síðastliðnum eftir að upp komu ásakanir um skattalagabrot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert