Íslandsbanki vill skýringar frá Borgun

Íslandsbanki hefur krafið stjórnendur Borgunar skýringa.
Íslandsbanki hefur krafið stjórnendur Borgunar skýringa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsbanki hefur krafið stjórnendur dótturfélags síns, Borgunar, skýringa eftir að Fjármálaeftirlitið vísaði starfsháttum þess til embættis héraðssaksóknara.

Ólafur Þór Hauksson staðfesti í samtali við Morgunblaðið að embætti héraðssaksóknara hefði móttekið vísun frá Fjármálaeftirlitinu vegna máls Borgunar sem tengist eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í úrtaki 16 viðskiptamanna alþjóðasviðs Borgunar reyndist í 13 tilvikum ekki framkvæmd könnun á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptavinina með fullnægjandi hætti áður en samningssambandi var komið á.

Meðan á athugun Fjármálaeftirlitsins stóð sleit Borgun viðskiptasambandi við þrjá þessara viðskiptavina. Nú tekur við greiningarvinna hjá embætti héraðssaksóknara og ákvörðun um hvort fella eigi málið niður eða ákæra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert