Von á ákvörðun um matsmenn í Borgunarmáli

Deilan er til komin vegna sölu Landsbankans á þriðjugshlut sínum …
Deilan er til komin vegna sölu Landsbankans á þriðjugshlut sínum í Borgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Von er á því að dómari við héraðsdóm velji á mánudaginn tvo matsmenn til að leggja mat á ársreikninga Borgunar í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra félagsins og tveimur eignarhaldsfélögum.

Héraðsdómur hafði áður samþykkt beiðni Landsbankans um að skipa matsmennina, en varnaraðilar kærðu þá niðurstöðu til Landsréttar, sem staðfesti svo niðurstöðu héraðsdóms 30. október. Í dag var svo haldin fyrirtaka við héraðsdóm þar sem reynt var að komast að niðurstöðu um hvaða tvo matsmenn ætti að fá til að skoða ársreikninga Borgunar og mun niðurstaða í því sem fyrr segir vonandi liggja fyrir á mánudaginn.

Málið á rætur sínar að rekja til sölu Landsbankans á 31,2% hlut sínum í Borgun fyrir 2,2 milljarða, en meðal kaupenda voru stjórnendur Borgunar. Félagið átti hlut í Visa Europe Ltd. og gat átt von á hlutdeild í söluhagnaði á félaginu við sölu til Visa Inc. Hins vegar vissi Landsbankinn ekki af væntri hlutdeild í söluhagnaði vegna nýtingu valréttarsamnings Visa Inc og Visa Europe og kom það ekki í ljós fyrr en eftir söluna.

Borgun fékk um 6,2 milljarða fyrir söluna, en í úrskurði héraðsdóms varðandi matsbeiðnina kemur fram að Landsbankinn telji að í ársreikninginn vantaði upplýsingar um mögulegan hagnað upp á þrjá milljarða. Á sama tíma var allt eigið fé Borgunar þrír milljarðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK