Allhvass vindur og erfið akstursskilyrði

Vindaspá kl. 14.
Vindaspá kl. 14. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við allhvössum vindi með snjókomu á heiðum á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og á Austurlandi eftir hádegi og geta akstursskilyrði orðið erfið. Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa spáir norðan og norðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast á Vestfjörðum en víða mun hægari á Norðurlandi og svo lægir síðdegis suðvestan til á landinu. Snjókoma norðan til en þurrt að kalla og víða bjart syðra.

Norðaustan 10-15 m/s á morgun en 15-20 m/s við suðausturströndina. Minnkandi él á Norður- og Austurlandi og styttir upp síðdegis á morgun en bjart sunnan- og vestalands. Lægir heldur annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig að deginum en kólnandi norðaustan til á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert