Ákærður fyrir tugmilljóna skattsvik

Húsnæði embættis héraðssaksóknara.
Húsnæði embættis héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir meiri háttar brot á skattalögum, með því að hafa ekki staðið skil á rúmlega 33 milljónum króna við rekstur einkahlutafélaga sinna.

Héraðssaksóknari ákærir manninn fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabila tveggja einkahlutafélaga, annars vegar á árunum 2012 og 2013 og hins vegar á árunum 2014 og 2015, og fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félaganna á sama tíma.

Brot mannsins eru talin varða við 1. málsgrein 262. greinar almennra hegningarlaga, sem haft gæti í för með sér allt að sex ára fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert