Brot á tjáningarfrelsi ógnar lýðræði

Oktavía Jónsdóttir, varaþingmaður Pírata.
Oktavía Jónsdóttir, varaþingmaður Pírata. Ljósmynd/Píratar

Varaþingmennirnir Oktavía Hrund Jónsdóttir og Bjarni Jónsson tóku í fyrsta skipti sæti á Alþingi í dag. Eftir að þau sóru drengskapareið voru þau boðin velkomin.

Oktavía, varaþingmaður Pírata, tók sæti í forföllum Smára McCarthy. Hún tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Hún ræddi um tjáningarfrelsið og nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem úr­sk­urðaði að Hæstirétt­ur Íslands hafi brotið gegn tján­ing­ar­frelsi Stein­gríms Sæv­ars Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar. 

Oktavía sagði að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu væri áfellisdómur. Hún spurði dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, hvort ítrekuð brot íslenskra dómstóla gagnvart tjáningarfrelsi íslenskra blaðamanna ógnuðu lýðræði á Íslandi. 

Bjarni, varaþingmaður VG, tók sæti í forföllum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert